Hver mælir sjónina svo unnt sé að kaupa gleraugun á netinu?

Augnlæknar og sjóntækjafræðingar mæla sjón. Vertu viss um að fá alltaf PD-gildi (fjarlægð á milli sjáaldra, pupillary distance) á gleraugnavottorð þitt til þess að geta sett það inn á pöntunina þína. Einnig er hægt að heimsækja Eyesland verslunina á 5. hæð í Glæsibæ,  fá sjónmælingu og máta gleraugun á staðnum. Sjóntækjafræðingurinn pantar svo gleraugun.

Hversu löng er ábyrgðin á gleraugunum?

Ábyrgðin gildir í 1 ár frá því að pöntun er afgreidd og tryggir gegn göllum. Ábyrgð er ekki tekin á skemmdum eða eðlilegu sliti vegna notkunar.

Hvað ef stilla þarf gleraugun?

Eyesland á 5. hæð í Glæsibæ veitir þá þjónustu.

Hvað eru margskipt gleraugu?

Þegar aldursbundin fjarsýnin hefst upp úr fertugu þurfum við viðbótargler til þess að geta lesið á tölvu, bók og unnið nálægt okkur, s.s við handavinnu. Fyrir þá sem ekki þurfa gleraugu við akstur og að horfa á sjónvarp (göngugleraugu) kann að vera nóg að nota lesgleraugu til að sjá hluti í fókus nálægt sér. Þeir sem þurfa á göngugleraugum að halda fá sér oftast gleraugu með lespunkti. Í gamla daga voru gleraugun tvískipt og sást greinilega lína í gleraugunum.
Á tölvuöld þurfti nýja tegund glerja sem fæddi af sér margskipt gleraugu, sem líka eru kölluð „progressíf“ gleraugu eða „Varilux“. Engin lína er í gleraugunum vegna þess að styrkurinn fer sívaxandi frá fjarlægðarpunkti þreplaust niður í lespunkt neðst í sjónglerjunum.

Hvað er styrkur gleraugna?

Styrkur gleraugna er mældur í svokölluðum „díoptríum“. Sem dæmi má nefna nærsýnan einstakling sem notar -7.50 dpt. Þetta er kallað í daglegu tali „mínus sjö og hálfur“ eða „mínus sjö og hálf díoptría“. Þetta merkir að einstaklingurinn þarf gleraugu með styrk upp á -7.50 dpt svo að myndin af því sem hann/hún horfir á verði skörp og skýr. Fjarsýnisgleraugu eru táknuð með plús (+) og nærsýnisgleraugu eru táknuð með mínus (-). Þetta er því fyrsta gildið sem þú setur inn þegar þú pantar gleraugu. Plús fyrir framan ef þú ert fjarsýn/n, mínus fyrir framan ef þú ert fjarsýn/n.

Hvað er cylinder og öxull?

Sjónskekkja er leiðrétt með svokölluðum „cylinder“ eða sjónskekkjuglerjum, sem eru gler sem leiðrétta sjónina meira í einum öxli (axis) sjónsviðsins en öðrum. Því eru sjónskekkjugler ekki aðeins með styrkleika, heldur þarf líka að skrá í hvaða öxli sá styrkleiki er, en öxullinn er táknaður í gráðum. Til dæmis má nefna, að einstaklingur sem er með sjónskekkju í öxli 0 gráðum, sér illa láréttar línur, s.s. sjóndeildarhring og þarf því að leiðrétta sérstaklega sjónskerpuna í þeim öxli.
Ef sjónskekkja er í öxlinum 90 gráður, þá sér einstaklingurinn illa lóðréttar línur. Cylindergildið er því annað gildið sem þú setur inn á pöntunina (það er alltaf táknað með mínusgildi fyrir framan) og öxulgildið það þriðja.

Hvað þýðir ADD?

Þetta hugtak er notað þegar verið er að útbúa margskipt gleraugu og við að reikna út lesgleraugu sem viðkomandi þarf.  Þýðing merkingarinnar ADD er einfaldlega „viðbót“, og er í þessu tilviki sá lesstyrkur sem bætist við göngugleraugun til þess að einstaklingar geta lesið smátt letur í u.þ.b. 40cm fjarlægð. ADD-gildið er þriðja gildið sem þú setur inn þegar þú pantar tvískipt eða margskipt gleraugu. Ekki þarf að setja ADD-gildi ef þú þarft einungis göngugleraugu eða lesgleraugu.

Hvað er PD?

PD er skammstöfun fyrir „pupillary distance“, eða fjarlægð á milli sjáaldra. Sjáaldur nefnist í daglegu tali augnasteinn (þótt hér sé einungis um að ræða svarta kringlótta opið í lithimnunni okkar). Við þekkjum það að sum okkar eru með langt á milli augnanna en aðrir með stutt. Gleraugu þarf að útbúa með tilliti til þess. Því þurfa upplýsingar um PD að fylgja með hverju gleraugnavottorði. Miklu skiptir að mæla PD rétt. Ef gleraugu eru afgreidd með röngu PD getur það valdið augnþreytu, sérstaklega þegar díoptríugildi gleraugnanna er hátt. PD-gildi breytist lítið sem ekkert með aldri og því mælum við með því að því sé haldið til haga þegar það hefur verið mælt og notað í framtíðinni þegar panta skal gleraugu.

Hvernig er PD mælt?

PD er mælt í millimetrum. Ef PD er ekki tiltekið á gleraugnavottorði þínu getur þú fengið einhvern til aðstoðar og láta mæla það fyrir þig. Við mælum ekki með því að mæla sjálf fyrir framan spegil. Skref 1- Lögð er venjuleg reglustrika þversum á nefrót þess sem mæla skal, svo að núllið sé akkúrat við miðju sjáaldurs hægra auga. Reglustikan þarf að vera algjörlega lárétt. Skref 2 – Einstaklingurinn sem mældur er þarf að horfa á eitthvað langt í burtu, t.d. yfir öxlina á þeim sem mælir. Skref 3 – Lesið er af reglustiku við miðju sjáaldurs vinstra auga. Skráið niður töluna og mælið a.m.k. þrisvar sinnum. Ágætt er að fá annan til að mæla til að kanna öryggi niðurstöðunar. Í flestu tilvikum er PD gildi á milli 58 og 68.

Hvað er nærsýni?

Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með nærsýnisglerjum, sem eru þunn í miðju en þykk til jaðranna má færa fókusinn aftar í augað. Þetta eru kölluð mínusgler.

Hvað er fjarsýni?

Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með fjarsýnisglerjum, sem eru þykk í miðju og þunn til jaðra má færa fókusinn framar í augað. Þetta eru kölluð plúsgler.

Hvað er sjónskekkja?

Sjónskekkja veldur því að mynd verður skökk og út úr fókus. Þessu veldur oftast skekkja í hornhimnunni, sem er glær kúpull framan á auganu. Þessi kúpull á að vera eins og evrópskur fótbolti í laginu – í sjónskekkju er hann hins vegar eins og amerískur fótbolti í laginu. Því verður myndin skökk.

Hvað er aldursbundin (hyperopia) fjarsýni (presbyopia)?

Það er algengur misskilningur að fjarsýni og aldursbundin fjarsýni séu einn og sami hluturinn, ekkert er fjær sanni. Aldursfjarsýnin kemur yfir okkur öll ef við erum svo heppin að verða eldri en fertug. Um er að ræða hæfileika augans til að fókusera á hluti nálægt okkur. Hér má líkja okkur við „auto-focus“ myndavélar þegar við erum ung, en við færumst nær því að verða eins og gömlu „instamatic“ vélarnar voru í gamla daga, sem gátu ekki fókuserað nálægt sér, þegar við eldumst. Þetta er orsakað af hörðnun á augasteininum, sem verður minna sveigjanlegur með aldri. Því er ekki rétt, eins og sumir halda, að nærsýni lagist með aldrinum. Hið rétta er að aldursfjarsýnin bætist bara ofan á og því þurfa einstaklingar með nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju allir lespunkt í göngugleraugun, sem kallast einnig margskipt gleraugu (sjá fyrr í flokknum um gleraugu). Lesviðbót er alltaf plúsgler.

Hvernig er afgreiðsluferlið?

Frá þeim tíma sem þú pantar þar til gleraugun koma fullbúin til þín líða að jafnaði 4 vikur. Gleraugun má sækja í verslun Eyesland á 5. hæð í Glæsibæ eða fá sendí ábyrgðarpósti og er póstburgðargjald greitt með pöntun. Komi eitthvað upp sem lengir afgreiðslutímann munum við hafa samband við þig.

Er hægt að skila gleraugum?

Það er ekki unnt að skila gleraugum nema þau hafi ekki verið rétt afgreidd með tiliti til gleraugnavottorðsins sem lagt var til grundvallar.

Hvað ef slegnar eru inn rangar upplýsingar af gleraugnavottorðinu?

Innsláttur er á ábyrgð þess sem kaupir gleraugun. Því þarf að vanda sérlega vel til innsláttarins. Eyesland getur ekki greitt fyrir ný gleraugu í þeim tilvikum þar sem rangar upplýsingar hafa verið settar inn.

Hvað er glampavörn?

Glampavörn er húðin sem sett er á glerin til að hleypa meira ljósmagni í gegn sem gerir þau tærari, skerpan verður meiri og ljósglampar trufla ekki sjónina.

Fylgir gleraugnahulstur eða klútur til að hreinsa glerin?

Klútur og mjúkt hulstur fylgir með. Einnig er hægt að kaupa hart hulstur.

Verðið þið með meira úrval af gleraugnaumgjörðum á vefsíðunni?

Við endurskoðum og uppfærum vefsíðuna reglulega með tilliti til nýjustu tísku og tækni.

Eru umgjarðir ofnæmisfríar?

Allar títan umgjarðir eru 100% ofnæmisfríar.

Hvernig er hægt að komast að því hvort það sé kominn tími á að nota lesgleraugu?

Reglan er sú að finnist þér letrið vera orðið of smátt í símaskránni eða í símanum þínum og þú þarft orðið að teygja lesefni frá þér til að sjá í fókus, þá er kominn tími til að huga að lesgleraugum eða fá lespunkt í gleraugun þín (þ.e panta margskipt gleraugu).

Skaðar það sjónina að nota röng gleraugu?

Nei, en fólk fær oft höfuðverk í slíkum tilvikum.

Fáðu nýjustu tilboðin

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu nýjustu tilboðin beint í pósthólfið þitt

Netfang: