Gleraugnavottorð

Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um hugtökin sem koma fyrir á gleraugnavottorðinu þínu.

Styrkur

Styrkur gleraugna er mældur í svokölluðum "díoptríum" (eða stórt D fyrir aftan tölu). Sem dæmi má nefna að nærsýnn einstaklingur sem notar -7.50D.

Cylinder

Cylinder er styrkleiki í sjóngleri sem leiðréttir sjónskekkju

Öxull

Öxull er stefnan í gráðum ° þar sem cylinder hefur virkni sína

ADD

Þetta hugtak er notað þegar verið er að útbúa margskipt gleraugu og við að reikna út lesgleraugu sem viðkomandi þarf.

P.D.

PD er skammstöfun fyrir "pupil distance", eða fjarlægð á milli sjáaldra. Sjáaldur nefnist í daglegu tali augasteinar (þótt hér sé einungis um að ræða svarta kringlótta opið í lithimnunni okkar).

Fáðu nýjustu tilboðin

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu nýjustu tilboðin beint í pósthólfið þitt

Netfang: