Augun og umferðin

aksturTölur frá Bretlandi benda til þess að um 1 af hverjum 4 sem þurfa gleraugu eða snertilinsur aka án sjónhjálpartækja af og til og skapa þar með mikla hættu sjálfum sér og öðrum.  Líklega á þetta ekki síður við hér á landi. 

Mjög mikilvægt er að nota ávallt gleraugu eða snertilinsur við stýrið sé slíkt tekið fram á ökuskírteininu.  Þó er ekki þar með öll sagan sögð.  Lágmarkssjón sem þarf til að aka hér á landi er 0.5, sem þýðir 50% sjón á betra auganu.  Óhætt er að fullyrða að slík sjón er afar slæm, ekki síst þegar rökkvar eða við slæmar veðuraðstæður. 

Raunar er auðvelt að rökstyðja að ávallt skuli nota gleraugu eða snertilinsur við stjórn ökutækja ef sjón án hjálpartækja er verri en 1.0 eða 100%.  Ýmsar aðstæður geta komið upp við akstur sem krefst þess að bílstjórar séu með fullkomlega skarpa sjón.  Einnig skiptir miklu að bílstjórar séu með eðlilegt sjónsvið og þarf sérstaklega að skoða slíkt í tengslum við þann skaða sem gláka getur valdið á sjónsviði. 

Með aldrinum minnkar kontrastnæmi augnanna, þ.e. sá hæfileiki að greina hluti frá bakgrunni þeirra.  Þetta getur valdið auknum vandamálum við aðstæður sem minnka kontrast í umhverfi okkar, líkt og gerist í þoku og snjókomu.  Við þetta bætist að rökkuraðlögun fólks minnkar með aldrinum auk þess sem ökumaður á fimmtugsaldri þarf allt að fjórum sinnum meiri birtu til að keyra en tvítugur ökumaður og sextugur einstaklingur allt að tíu sinnum meiri birtu.  Því er þeim mun mikilvægara eftir því sem árin færast yfir að vera með rétt sjónhjálpartæki.  Þegar ofan á allt bætist að sjónlag getur breyst hratt á efri árum vegna breytinga í augasteini er gott að vita til þess að til sé gleraugnaverslun sem útvegar gleraugu á lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi.