Úrval af augnvítamínum

Nýlega hafa rannsóknir sýnt fram á að viss bætiefni og vítamín geta minnkað hættuna á vissum tegundum af aldursbundinni augnbotnahrörnun.  Í AREDS rannsókninni (AREDS = Age Related Eye Disease Study) voru skoðuð áhrif andoxunarefna eins og C og E vítamína auk zinks á framgang augnbotnahrörnunar.  Slík efni gátu minnkað myndun sumra tegunda sjúkdómsins um allt að 25%.  Við bjóðum upp á Viteyes bætiefnablöndurnar sem eru sérþróaðar með tilliti til augnbotnahrörnunar.

Sjá nánar um augnvítamín